10.04.2019
Úrslitaeinvígi KA og HK í blaki kvenna hefst í kvöld er liðin mætast í Fagralundi klukkan 19:30. KA liðið hefur unnið bæði Deild og Bikar á núverandi tímabili og er klárt mál að stelpurnar ætla sér þrennuna. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta í Kópavog í kvöld og styðja stelpurnar til sigurs
09.04.2019
HK tók á móti KA í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla. Þrátt fyrir að KA væri Deildarmeistari fór fyrsti leikur á heimavelli HK en næstu tveir leikir fara svo fram í KA-Heimilinu. Það er mikilvægt að hefja einvígið af krafti og ljóst að mikilvægi þessa fyrsta leiks var mikið
09.04.2019
Úrslitaeinvígi KA og HK í blaki karla hefst í kvöld er liðin mætast í Fagralundi klukkan 19:30. KA varð þrefaldur meistari í fyrra og hefur unnið bæði Deild og Bikar á núverandi tímabili og strákarnir ætla sér að endurtaka þrennuna frá því í fyrra. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta í Kópavog í kvöld og styðja þá til sigurs
03.04.2019
KA sótti Völsung heim í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki kvenna í kvöld. Stelpurnar höfðu unnið fyrsta leikinn í oddahrinu eftir svakalega baráttu og mátti því búast við krefjandi leik á Húsavík
03.04.2019
KA sækir Völsung heim í kvöld í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki kvenna. Stelpurnar unnu fyrsta leikinn og fara áfram í úrslit með sigri í kvöld á sama tíma og lið Völsungs hyggst tryggja sér oddaleik í KA-Heimilinu
02.04.2019
KA sótti Álftanes heim í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki karla. Strákarnir höfðu unnið sannfærandi 3-0 sigur í fyrri leik liðanna og gátu með sigri tryggt sér sæti í úrslitum en Álftnesingar urðu að vinna til að knýja fram oddaleik
02.04.2019
KA sækir Álftanes heim í kvöld í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki karla. KA vann fyrri leik liðanna ansi sannfærandi 3-0 í KA-Heimilinu á laugardaginn og leiðir því einvígið 1-0. KA er nú þegar búið að vinna sigur í Deildarkeppninni sem og Bikarkeppninni og ekki spurning að liðið ætlar sér þrennuna annað árið í röð
28.03.2019
Það er skammt stórra högga á milli í blakinu um þessar mundir en bæði karla- og kvennalið KA tryggðu sér Bikarmeistaratitilinn um síðustu helgi og sjálf úrslitakeppnin hefst um þessa helgi. Karlalið KA mun ríða á vaðið á laugardeginum og kvennaliðið mun leika á sunnudeginum
27.03.2019
KA varð Bikarmeistari í blaki karla um helgina er liðið vann 3-0 sigur á Álftanesi í úrslitaleik Kjörísbikarsins. Þetta var níundi Bikartitill KA í karlaflokki og annað árið í röð sem liðið hampar titlinum. Hér má sjá samantekt frá úrslitaleiknum og viljum við óska öllum sem að liðinu koma til hamingju með þennan frábæra árangur
26.03.2019
KA varð um helgina Bikarmeistari í blaki kvenna er liðið vann 3-1 sigur á HK í þrælskemmtilegum úrslitaleik. Þetta var fyrsti Bikartitill KA í kvennaflokki og var fögnuðurinn eðlilega ansi mikill í leikslok. Hér má sjá skemmtilega samantekt frá úrslitaleiknum og viljum við aftur óska liðinu sem og öllum sem að því koma til hamingju með þennan frábæra sigur