Blakdeild KA verður með frábærar strandblaksæfingar í sumar fyrir hressa krakka. Æfingarnar hefjast mánudaginn 2. júní næstkomandi en æft verður alla mánudaga og miðvikudaga í júní, júlí og ágúst.
Landsliðsfólkið Auður Pétursdóttir, Jóna Margrét Arnarsdóttir og Hermann Hlynsson sjá um æfingarnar en Auður stýrir U10, U12 og U14 hópunum en Jóna og Hermann stýra U20 hópunum.
Hægt er að skrá sig á staka mánuði eða taka allt sumarið. Skráning og helstu upplýsingar má finna hér: tinyurl.com/kablak