10 fulltrúar KA/Þórs í yngri landsliðunum

Handbolti
10 fulltrúar KA/Þórs í yngri landsliðunum
KA/Þór á fimm leikmenn í U19 hópnum

Stúlknalandslið Íslands í handbolta munu æfa dagana 19.-21. mars næstkomandi og hafa nú verið gefnir út æfingahópar fyrir U15, U17 og U19 ára landsliðin. KA/Þór á alls 10 fulltrúa í hópunum þremur sem er frábær árangur.

Í U19 eru alls fimm leikmenn KA/Þórs en það eru þær Anna Marý Jónsdóttir, Júlía Sóley Björnsdóttir, Ólöf Maren Bjarnadóttir, Rakel Sara Elvarsdóttir og Telma Lísa Elmarsdóttir. Þjálfarar liðsins eru þau Díana Guðjónsdóttir og Magnús Stefánsson.

Í U17 koma þrjár frá KA/Þór en það eru þær Aþena Sif Einvarðsdóttir, Hildur Lilja Jónsdóttir og Telma Ósk Þórhallsdóttir. Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson eru þjálfarar U17 hópsins.

Að lokum voru Hekla Halldórsdóttir og Lydía Gunnþórsdóttir valdar í æfingahóp U15 en Guðmundur Helgi Pálsson og Dagur Snær Steingrímsson stýra þeim hóp.

Við óskum stelpunum til hamingju með valið sem og góðs gengis á komandi æfingum. Það er mikill kraftur í kvennastarfinu okkar um þessar mundir og virkilega ánægjulegt að sjá jafn marga fulltrúa KA/Þórs í hópunum eins og raun ber vitni.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is