Fyrirhuguðum leikjum strákanna í 2. flokki Akureyrar gegn Stjörnunni á laugardag og sunnudag herfur verið frestað vegna erfiðleika í samgöngum.
Þó að meistaraflokkur Akureyrar sé að spila í Vestmannaeyjum á laugardaginn þýðir það ekki að við fáum ekki leiki um helgina. Strákarnir í 2. flokki spila tvo leiki við Stjörnuna, fyrst í deildarkeppninni og síðan í bikarkeppninni.
Báðir leikirnir verða í Íþróttahöllinni, deildarleikurinn er klukkan 18:00 á laugardaginn en bikarleikurinn klukkan 10:30 á sunnudaginn.
Við hvetjum alla til að fjölmenna á leikina og styðja strákana í baráttunni og ekki spillir að boðið veður upp á kaffi og heimalagað bakkelsi.
Bæði lið hafa 4 stig í deildinni eftir sex leiki. Akureyri tapaði útileik gegn Stjörnunni þann 20. október og nú er kominn tími á að svara fyrir þann leik.