2. flokkur: Tveir heimaleikir gegn Stjörnunni í vikunni

Þrátt fyrir að skollið sé á hefðbundið hlé á leikjum meistaraflokka í handboltanum þá eru strákarnir í 2. flokki ekki komnir í jólafrí. Akureyri leikur tvo heimaleiki gegn Stjörnunni núna í vikunni, annar leikurinn er í bikarkeppninni en hinn í deildarkeppninni.

Ýmsar aðstæður hafa orðið til þess að erfiðlega hefur gengið að festa leiktímana en nú eru þau mál komin á hreint og verða leikirnir sem hér segir:

Fimmtudagurinn 19. desember klukkan 17:30 Akureyri – Stjarnan í bikarnum
Föstudaginn 20. desember klukkan 16:00 Akureyri – Stjarnan í deildarkeppninni

Báðir leikirnir verða í Íþróttahöllinni og væntanlega eru þetta síðustu leikirnir fyrir jólafrí. Liðin mættust í deildarkeppninni í Garðabæ þann 20. október og þar vann Stjarnan átta marka sigur í leik sem strákarnir ætla örugglega að kvitta fyrir að þessu sinni.
Annars eru liðin býsna jafnfætis í deildinni, bæði hafa lokið átta leikjum og er Stjarnan með 8 stig en Akureyri 7 stig.

Það er því allt útlit fyrir hörkuleiki í Höllinni á fimmtudag og föstudag.