3. flokkur karla: KA Íslandsmeistari

Strákarnir í 3. flokki KA urðu í dag Íslandsmeistarar er þeir unnu lið Stjörnunnar með einu marki 28-27 í æsispennandi úrslitaleik. Í gær sigruðu strákarnir lið FH 29-22 í fjögurra liða úrslitum.

Strákarnir eru á leiðinni norður og er áætlað að þeir komi í KA heimilið um klukkan 20:30 í kvöld. Við óskum strákunum hjartanlega til hamingju með frábæran árangur og hvetjum stuðningsmenn til að fagna þeim við heimkomuna í kvöld.