Næstkomandi laugardag spila KA1 og KA2 sína síðustu leiki í deildarkeppninni. KA1 mætir Gróttu1 klukkan 16:00. Strákarnir hafa verið að spila ljómandi góðan handbolta í vetur og eiga mikla möguleika á að gera enn betur. Þeir hafa nú þegar tryggt sér annað sætið í 1. deildinni en ætla sér enn lengra og er þessi leikur sá fyrsti í undirbúningi fyrir það sem koma skal.