3. flokkur karla

Árið byrjaði vel hjá strákunum í 3. fl. um síðustu helgi er Selfyssingar voru lagðir nokkuð sannfærandi og með þeim sigri tylltu strákanir sér í efsta sæti deildarinnar.  Næstu gestir okkar koma úr Garðabænum (Stjörnumenn) og er áætlað að leikurinn hefjist kl:16.00 á laugardaginn. Viljum við hvetja alla þá sem gaman hafa á að horfa á góðan handbolta að mæta í KA-húsið á laugardag og hvetja strákana til sigurs.