3. flokkur karla: Leikur við Fram á laugardag

Á morgun laugardag (31. jan) fá KA strákar Fram í heimsókn. Framarar hafa verið á góðu skriði upp á síðkastið á meðan KA menn töpuðu fyrir Þór á miðvikudaginn í hörku leik. Strákarnir ætla hins vegar að snúa við blaðinu á móti Fram og koma alveg trítilóðir inn í þann leik. Viljum við endilega hvetja sem flesta til að koma og horfa á strákana, þeir hafa svo sannarlega verið að gera góða hluti og eru sem stendur í öðru sæti í deildinni. Leikurinn hefst kl: 16.00 í KA heimilinu.