3. flokkur karla: Stórleikur gegn Þór á miðvikudag!

Næstkomandi miðvikudag verður stórleikur í KA heimilinu klukkan 19:15. Þá eigast við KA1 - Þór í derby leik. KA1 liðinu hefur gengið mjög vel það sem af er vetri og ætla svo sannarlega að halda áfram á þeirri braut.

Þessir derby leikir eru alltaf mjög sérstakir jafnvel þó Þór sé mun neðar á stigatöflunni segir það ekkert þegar þau mætast í þessum  leikjum, þeir verða alltaf spennuleikir.
Sem stendur eru KA strákarnir jafnir Stjörnunni í efsta sæti deildarinnar og hvetjum við því alla til að koma og horfa á þessa efnilegu stráka spila stórskemmtilegan handbolta.