3. flokkur karla: Stórleikur við Þór á miðvikudag kl. 20:00

Næstkomandi miðvikudag verður sannkallaður stórleikur í íþróttahúsi Síðuskóla. Þar munu eigast við Þór og KA. Bæði lið hafa staðið sig mjög vel í deildinni í vetur og eru liðin í topp 4.  Þessi lið hafa mæst einu sinni í vetur og sýndu þar að miklir hæfileikar eru til staðar.
Því viljum við hvetja alla sem vilja sjá alvöru handbolta að koma í íþróttahús Síðuskóla miðvikudaginn 28. janúar kl. 20:00.  Athugið að leiktímanum var breytt!