3. flokkur karla með heimaleiki á laugardaginn

Næstkomandi laugardag eiga bæði lið KA í 3. flokki karla heimaleiki, KA2 spilar við Þrótt og teljum við að þetta gæti orðið hörkuleikur strákarnir hafa verið að bæta sig jafnt og þétt í vetur. Leikurinn hefst kl:15.00.

Strax í kjölfarið tekur KA1 á móti Valsmönnum, KA1 hafa staðið sig mjög vel það sem af er vetri og er í baráttu um deildarmeistaratitilinn,  því er mikilvægt að mæta Valsmönnum af fullum krafti og það ætla strákarnir sér. Leikurinn hefst klukkan17.00.

Við viljum því hvetja fólk til að koma í KA Heimilið á laugardag til að hvetja liðin í baráttunni.