3. flokkur karla leikur síðustu tvo leiki sína á þessu ári nú um helgina. Strákarnir mæta ÍR í tveimur leikjum, sá fyrri fer fram á laugardaginn kl. 16:00 og er það leikur í 16-liða úrslitum bikarsins. Á sunnudag mætast svo þessi sömu lið aftur en nú í Íslandsmótinu og hefst leikurinn kl. 14:00. Viljum við hvetja sem flesta til að koma í KA heimilið um helgina og styðja liðin okkar til sigurs.