Þegar 20 mínútur voru búnar af seinni hálfleik höfðu Haukastúlkur aðeins skorað 2 mörk á móti tíu mörkum
KA/Þórs stúlkna, staðan því orðin 21-15 KA/Þór stúlkum í vil og ekkert útlit fyrir neitt annað en góðan
heimasigur. Stelpurnar slökuðu aldrei á klónni og unnu mjög sanngjarnan sigur, 25-17. Seinni hálfleikur fór þar af leiðandi 14-4 fyrir
KA/Þór stelpum og þrjú af þessum fjórum mörkum Hauka komu af vítalínunni.
Stelpurnar stóðu sig allar virkilega vel í seinni hálfleik og bættu upp fyrir mjög slakan fyrri hálfleik. Unnur Ómarsdóttir er farin að
nýta sér hraða sinn á þann hátt sem henni er ætlað og skoraði hún átta góð mörk en hún var einmitt
markahæst í þessum leik. Lovísa Oktavía varði virkilega vel í leiknum og eflist sjálfstraust hennar með hverjum leik.
Um næstu helgi koma Fylkisstúlkur í heimsókn. Fylkir hefur ekki tapað leik hingað til og er stefnan sett á að enda þá sigurgöngu
þegar þær koma í heimsókn hingað norður á sunnudaginn klukkan 14 í KA heimilinu.
Til þess að það gangi upp þurfa stelpurnar hins vegar að mæta mun betur stemmdar til leiks. Á móti liði eins og Fylki þýðir
ekkert að hefja leik í seinni hálfleik.