3. flokkur kvenna: Leikur á sunnudaginn

Á sunnudaginn kl.14:00 leikur 3. fl. kvenna í KA heimilinu gegn Fylki.  Þetta er seinni leikurinn gegn Fylki en sá fyrri tapaðist í október.  Fylkir er taplaust í deildinni og því í efsta sæti.  Stelpurnar í KA/Þór hafa hins vegar unnið alla þrjá heimaleiki sína og ættu því að eiga góða möguleika á að velgja Fylkisstelpunum undir uggum.