3. flokkur kvenna lék um síðustu helgi í Reykjavík

Arndís Heimisdóttir lék vel um helgina
Arndís Heimisdóttir lék vel um helgina

Stelpurnar í 3. flokk kvenna spiluðu gegn HK stelpum í Fagralundi nú um liðna helgi. Leikurinn var strax á eftir meistaraflokksleiknum og bar hann öll merki þess að í báðum liðum höfðu leikmenn verið að spila leik rétt áður eða í það minnsta búnar að bíða lengi í íþróttahúsinu eftir leiknum.

Bæði lið spiluðu frekar undir getu ef eitthvað var en voru þó á svipuðum stað í leiknum.

HK stelpur voru með frumkvæðið framan af leiknum en leikar tóku að jafnast þegar leið á hálfleikinn.

Staðan í hálfleik þegar gengið var inn í hálfleik var 15-14 fyrir HK, þegar leikmenn gengu út úr búningsklefanum var staðan hins vegar 17-14 fyrir HK þar sem einhver ruglingur hafði átt sér stað við tímavarðarborðið.

Seinni hálfleikurinn byrjaði ágætlega og stelpurnar spiluðu af hörku, þó vantaði alltaf herslu muninn á að stelpurnar næðu að komast í fluggírinn og yfirspila HK liðið. Um miðbik síðari hálfleiks fær Arna Valgerður á sig gríðarlega þungt högg í andlitið og lá óvíg eftir. Var hún flutt í kjölfarið á sjúkrahúsið með skurð á efri vör. Við þetta riðlaðist leikur norðanstúlkna mikið og HK seig fram úr og unnu öruggan sigur 28-23.

Markmaður HK reyndist norðanstúlkum frekar erfiður en gríðarlega mörg dauðafæri fóru forgörðum í leiknum auk þess sem KA/Þór skoraði einungis úr tveimur af níu vítum liðsins sem reyndist þegar uppi var staðið gríðarlega dýrt.

Lovísa átti þó nokkuð góðan dag í marki KA/Þórs og Arna Valgerður spilaði vel og skilaði sínu þar til að hún meiddist. Arndís Heimisdóttir og Steinþóra Sif spiluðu gríðarlega vel í leiknum, börðust eins og ljón í vörninni og voru gríðarlega ógnandi í sókninni.

Leikurinn tapast á tveimur þáttum. Annars vegar þegar Arna Valgerður meiðist og hins vegar á öllum þeim dauðafærum og vítum sem stelpurnar nýta ekki.

Það er þó hægt að taka margt jákvætt úr þessum leik. Stelpurnar voru gríðarlega duglegar í að koma sér í færi og sýndu oft á tíðum gríðarlega góða takta. Hins vegar vantaði að nýta færin og því miður gekk það ekki upp í þessum leik.

Stefán Guðnason