3. flokkur kvenna mætir FH í dag miðvikudag

KA/Þór í 3. fl. kvenna leikur sinn annan heimaleik í vetur og síðasta leik fyrir jól á í dag, miðvikudaginn 17. des. kl. 17:30 í KA heimilinu. Leikið verður gegn FH sem er fyrir ofan miðja deild en raunar hafa liðin leikið mismarga leiki í deildinni. 
Stelpurnar í KA/Þór mættu Fram síðasta föstudag og unnu þar góðan sigur 24-22 eftir að staðan hafði verið jöfn í hálfleik 12-12.
Það er því ástæða til að koma og hvetja stelpurnar okkar til sigurs.