47 frá KA á Partille Cup

Hið alþjóðlega handboltamót Partille Cup í Svíþjóð fer fram í sumar eins og áður. Þar eru samankomnir yfir 15.000 handboltamenn á öllum aldri frá um 50 löndum að spila handbolta. Næstkomandi mánudag mun 4. flokkur KA fara á mótið (bæði drengir og stúlkur), eins og hefur ávallt verið annað hvert ár hjá KA, en allt í allt fara fjörtíu og sjö unglingar frá KA á mótið að spila.


Bæði í karla og kvenna flokki sendir KA þrjú lið og verða því sex lið frá KA spilandi úr þessum flokki sem er glæsilegt. Á Partille Cup er leikið utanhúss á 50 gervigrasvöllum sem gerir þessa reynslu afar eftirminnilega fyrir leikmennina. 

Hér á síðunni verða fluttar mjög reglulega fréttir af mótinu og vonandi myndir og fleira með. Endilega fylgist því með.

Strákarnir í 4. flokki á útiæfingu í undirbúningi sínum fyrir Partille

Stelpurnar í 4. flokki ásamt Hreiðari Levý landsliðsmarkmanni