02.02.2009
Tvö lið 4. flokks karla léku í gær. A-liðið fór suður og lék í 8-liða úrslitum bikars gegn Gróttu B og unnu þann
leik 29-19. Liðið er því komið í undanúrslit bikarkeppninnar. B-2 fékk Völsung í heimsókn og tapaði þar 23-26.
A-liðið mætti Gróttu B og voru okkar menn því miður ekki með hugann við verkefnið. Menn héldu að sigurinn myndi koma að sjálfu
sér en annað kom á daginn. KA-menn gerðu mörg mistök í fyrri hálfleik sem skrifast á einbeitingarleysi. Þeir voru að glata boltum,
klikka færum, tóku ekki fráköst, taka rangar ákvarðanir o.s.frv. Staðan í hálfleik gegn B-liði Gróttu var því 12-11 fyrir
okkar menn.
Í hálfleik ákváðu leikmenn liðsins hins vegar greinilega að þeir vildu áframhaldandi veru í bikarkeppninni og fóru að spila
handbolta eins og þeir geta. Lokatölur urðu 29-19 sigur KA.
Strákarnir fá credid fyrir að rífa sig upp í hálfleik. Hins vegar verða þeir að læra af þessum leik að ef að hugurinn er ekki
með á vellinum þá gerist ekkert og sannaðist það í leiknum. Vilji er allt sem þarf og ef hann skortir til að spila þá lendir
maður alltaf í vandræðum.
B-2 mætti Völsungi í toppslag. KA komst yfir í byrjun en snemma náðu gestirnir forystunni. Munurinn var mest á bilinu 1-2 mörk en í lokin komast
Völsungar fjórum mörkum yfir. KA skorar hins vegar seinustu mörkin í hálfleiknum og 11-13 í hálfleik.
Okkar menn byrjuðu seinni hálfleikinn mjög vel og komust yfir. Adam var hins vegar ekki lengi í paradis og ná gestirnir aftur forystunni og unnu að lokum 23-26
sigur.
Andsleysi í vörninni kostaði KA sigurinn í dag en það er alveg ljóst að þegar aðalvopn liðsins, varnarleikurinn, bregst þá er
ekki von á góðu. Þá klikkuðu menn mikið af dauðafærum og má það ekki í svona leik.
Um næstu fer þetta sama lið suður og leikur 2 leiki.