4. flokkur: B-2 lýkur keppni

Annað af B-liðum 4. flokks karla lauk keppni á Íslandsmótinu í dag. B-2 liðið lék í 2. deild og stóð sig þar með prýði en í dag unnu þeir Fylki 29-23 eftir að hafa verið nokkra stund í gang. Liðið er í öðru sæti 2. deildar eins og er en mun að öllum líkindum enda í fjórða sæti. Í 18 leikjum vann liðið 12 sigra, gerði 1 jafntefli og tapaði 5 leikjum. Gleðilegt er að liðið skuli enda tímabilið á sigri því í allan vetur hafa leikmenn liðsins verið að bæta sig mikið. Margir leikmenn eru að spila stærri hlutverk en oft áður og aðrar stöður og hafa skilað þeirri áskorun frábærlega.

KA drengir voru lengi í gang og lentu 0-3 undir svo svo 2-6. Vöknuðu þeir þá og komust 8-7 yfir. Í hálfleik var staðan svo 15-15. Í síðari hálfleik spilaði KA óvenjulega vörn sem sló gestina þónokkuð útaf laginu. KA Í stöðunni 20-20 nær KA algjörum tökum á leiknum og lokatölur 29-23 sigur KA.

Eins og áður sagði var þetta seinasti leikur strákanna í vetur. Spilamennskan var misjöfn í leiknum en sóknarlega voru þeir góðir lengst af. Í vörninni voru þeir mjög slakir framan af en eftir að liðið skipti og hafði einn leikmann framarlega áttu Fylkismenn afar erfitt uppdráttar.

Liðið hefur miklum framförum tekið í vetur og hefur verið mjög gaman að sjá uppganginn hjá þeim. Leikmenn liðsins hafa í vetur fengið mun meira hlutverk en þeir hafa áður haft og hafa tekið mjög vel á því. Einnig eru menn að spila aðrar stöður en þeir hafa vanalega gert og er mjög skemmtilegt að sjá framvinduna í þeim málum í vetur. Menn hafa bætt sig mikið og alltaf fleiri og fleiri sem voru að skila liðinu miklu. Það er það jákvæðasta við veturinn hjá þeim og vonandi að þeir haldi áfram á sömu braut því núna hafa strákarnir safnað mikilvægri reynslu fyrir næsta vetur og mun þetta tímabil nýtast þeim mjög í framtíðinni sem handboltamenn.