4. flokkur: B-liðin bæði með sigra

Bæði B-lið 4. flokks karla fylgdu fordæmi A-liðsins frá því í gær eftir og unnu bæði leiki sína gegn HK í dag. B-1 vann sannfærandi sigur 31-12 eftir að hafa verið 13-8 yfir í hálfleik. B-2 aftur á móti lentu í hörkuleik en unnu að lokum 18-17 en liðið hafði verið mest fjórum mörkum yfir í leiknum. Góð helgi hjá 4. flokk því staðreynd.

B-2 vann HK2 með þrettum mörkum þegar liðin mættust fyrir sunnan á dögunum. Í þessum leik mættu leikmenn værukærir í leikinn og voru ekki almennilega klárir í leikinn. HK kemst strax 3-5 yfir og leiðir með 1-2 mörkum út hálfleikinn. KA náði hins vegar að rétta sinn hlut fyrir leikhlé og 10-10 þegar flautað var til hálfleiks.

Seinni hálfleikur var mun betri hjá KA sem greinilega voru á meiri krafti þá. KA komst snemma fjórum mörkum yfir og fékk ekki mark á sig fyrstu 11 mínútur hálfleiksins. Okkar menn voru svo 18-14 yfir þegar skammt var til leiks og hleyptu full mikilli spennu í leikinn þar sem HK skoraði næstu 3 mörk en þeir komust ekki nær og lokatölur 18-17 sigur KA.

KA strákarnir geta leikið betur en þeir gerðu í þessum leik. Þeir mættu ekki nógu vel undirbúnir til leiks og lentu í miklum vandræðum. Þegar vörnin hins vegar kom til þá sást að KA var sterkara en HK. Yngvi Ásgeirsson lék mjög vel í dag og hann heldur áfram á fullum krafti en þannig er hann ill viðráðanlegur. Garðar Már lék vel í sókn KA og Rúnar á línunni átti fanta leik bæði í sókn og vörn. Þá átti Hjalti í markinu mikinn þátt í sigri liðsins en hann hreinlega hélt liðinu á floti lengi vel með góðri markvörslu.

B-1 lék við einnig við HK. Strax frá byrjun sást að KA menn voru mun sterkari en þeir náðu strax góðri forystu og leiddu 13-8 í hálfleik. Í seinni hálfleik lokaði liðið vörn sinni og fengu fjölmörg hraðaupphlauð auk þess að spila góðar sóknir. Lokatölur urðu 31-12 sigur KA.

Þrátt fyrir að KA-menn hafi fengið nokkur ódýr mörk á sig framan af leik þá fá strákarnir hrós fyrir að mæta vel einbeittir og tilbúnir að gera það sem lagt var upp með varnarlega.

Liðið keyrði mjög vel í leiknum og fékk gríðar mörg mörk úr hröðum upphlaupum. Þetta var flott frammistaða í dag. Allir leikmenn komu vel inn í leikinn og dreifðist markaskorun vel á liðið.