Bæði B-lið 4. flokks léku í dag á Íslandsmótinu. B1 lék við Fram og tapaði með einu marki 23-22 eftir að hafa klúðrað þeim leik algjörlega sjálfir. B2 aftur á móti vann mjög góðan sigur á ÍR 20-15 eftir að hafa verið 11-7 yfir í hálfleik. Liðin eru þá búin með alla sína leiki á þessu ári. B-1 hefur unnið þrjá leiki en tapað einum. B-2 aftur á móti hafa unnið alla fimm leiki sína .
B-1 mætti mjög vel til leiks. Þeir léku mjög sterkan varnarleik og jafnræði allan fyrri hálfleikinn gegn Fram. Menn mættu sínum mönnum
mjög vel varnarlega og unnu vel saman. Í hálfleik var staðan 8-8 en KA menn höfðu þá klúðrað nokkrum mjög góðum færum
og hefðu átt að vera yfir í leiknum.
Í seinni hálfleik gerðist hins vegar merkilegur hlutur. KA menn mættu ekki til leiks og fengu 8 mörk á sig á fyrstu 7
mínútum hálfleiksins eða jafn mörg og í öllum fyrri hálfleiknum. Allt í einu var staðan orðin 16-11 fyrir Fram en KA menn
höfðu þá ekki gert neitt að því sem þeir gerðu í fyrri hálfleik. Eftir það var þetta mjög erfitt, þó
reyndu KA menn að komast aftur inn í leikinn og voru nálægt því og lokatölur 23-22.
Hægt er að kenna hinu og þessu um að KA hafi ekki náð stigi í leiknum eða unnið hann en sannleikurinn er sá að þegar menn mæta ekki klárir í seinni hálfleikinn og hætta að spila sinn leik þá getur ekki gengið vel. Okkar menn fengu leiðinlega kennslu í því í dag.
B-2 léku við ÍR. Sá leikur var mjög flottur hjá þeim og sigur okkar manna í raun aldrei í hættu.
KA-menn mættu gríðarlega ákveðnir til leiks og komust 8-3 yfir snemma í fyrri hálfleik. Þeir misstu þá aðeins dampinn en voru yfir
11-7 í hálfleik.
Í síðari hálfleik hélt liðið áfram yfirhöndinni og komust ÍR-ingar í raun aldrei nálægt KA-mönnum. Lokatölur urðu 20-15 fyrir KA.
Strákarnir léku nokkuð góða vörn lengst af leiks. Í byrjun ná þeir snemma fimm marka forystu sem kom aðallega vega öflugs varnarleiks. Í sókninni sýndi liðið oft mjög flotta takta og margir leikmenn að gera flotta hluti lengi vel. T.d. komu margar mjög flottar fintur og mörg góða mörk úr flest öllum áttum. Það er hins vegar áhyggjuefni fyrir liðið að þeir eru að tapa alltof mikið af boltum og verður að laga það.