24.02.2009
Á morgun, miðvikudag, klukkan 20:00 fer fram stórleikur í íþróttahúsinu við Síðuskóla. Þar munu Þór
og KA mætast í 4. flokki karla. Ljóst er að eins og vanalega þegar þessi lið mætast verður hart barist enda mikið í húfi fyrir
drengina. KA er í 4. sæti deildarinnar með þónokkra leiki inni á liðin fyrir ofan en strákarnir eru með næst fæst töpuð stig
liða í deildinni. Þórsarar eru aftur á móti neðstir. Staða liðanna í deild skiptir þó engu máli í svona leik og
hvetjum við allt áhugafólk um íþróttir að mæta því þarna etja kappi framtíðarleikmenn bæjarsins.
Áfram KA!