4. flokkur drengja: A-liðið í undanúrslit

Í kvöld tryggði A-lið 4. flokks sér sæti í undanúrslitum Íslandsmótins með sannfærandi sigri á Gróttu. KA leiddi 18-8 í hálfleik en lokatölur voru 29-22. Strákarnir halda því suður um komandi helgi en þá munu úrslitaleikirnir fara fram. KA mætir Þór í undanúrslitunum á laugardag.
Ljóst var strax frá fyrstu sekúndu að KA-menn voru klárir í verkefnið. Þeir komust strax yfir og leiddu 5-1 eftir örfáar mínútur. Eftir það var aldrei spurning hvort liðið myndi sigra leikinn.

KA jók við forystuna í fyrri hálfleik og staðan 18-8 í hálfleik. Í seinni hálfleik gaf KA aðeins eftir en góður munur hélst alltaf á liðunum. Lokatölur urðu 29-22 sigur.

KA liðið lék góðan sóknarleik  nánast allan leikinn og voru að klára sínar sóknir vel. Varnarleikurinn var góður í fyrri hálfleik en í þeim síðari fékk liðið alltof mikið af ódýrum mörkum á sig. Það mikilvægasta við leikinn er það að aðalmarkmiðinu var náð og strákarnir komnir í undanúrslit.