4. flokkur í undanúrslitum bikars

Á sunnudag leikur A-lið 4. flokks í undanúrslitum bikarkeppninnar. Strákarnir mæta Stjörnunni í Mýrinni klukkan 15:00 á sunnudag og munu með sigri komast í sjálfa Laugardalshöllina. Um seinustu helgi vann KA þetta sama Stjörnulið 26-21 í KA-Heimilinu. KA-menn í Reykjavík eru hvattir til að mæta á leikinn.
B-2 í 4. flokki á svo leik á Húsavík á sunnudag.