4. flokkur KA í handbolta leikur við Þór á miðvikudag

Á morgun, miðvikudag, fara fram hörkuleikir í 4. flokki karla. Þá verður Akureyrarslagur milli KA og Þór en leikirnir fara fram í Síðuskóla. A-liðin munu hefja leik klukkan 20:00 og B-liðin þar á eftir eða klukkan 21:00.

Fólk er eindregið hvatt til að mæta á leikina og sjá unga handboltamenn í bænum. KA hefur unnið báða leikina í B-liðunum til þessa en í A-liðinum var jafntefli í fyrri leiknum og KA vann svo seinni leikinn.