4. flokkur í handbolta fór suður um helgina að leika. Ferðin gekk mjög vel og handboltalega séð var spilamennskan mest megnis góð um helgina. A-lið flokksins er mætt aftur til leiks og sýndi það eftirminnilega um helgina en þeir unnu alla sína þrjá leiki glæsilega. B-liðið bæði spiluðu tvo leiki og unnu sitt hvorn leikinn.
A-lið
A-liðið lék í bikar á föstudeginum gegn Þrótti 2 en þar var um að ræða ójafnan leik. KA komst í 8-0 og 16-2 og vann að lokum 28-9 sigur. KA er því komið í 8-liða úrslit bikarkeppninnar.
Þá var komið að stóru leikjunum. Á laugardag var deildarleikur gegn Haukum á Ásvöllum. Þar var um að
ræða hörkuleik og jafnræði með liðunum lengst af en jafnt var í hálfleik 13-13. Strákarnir börðust og sýndu mikinn vilja og
höfðu að lokum 26-29 sigur á mjög erfiðum útivelli eftir hafa klárað leikinn endanlega manni fleiri þegar skammt var til
leiksloka.
Okkar menn áttu e.t.v. nokkuð inni á einhverjum sviðum en það skipti engu máli því þeir lögðu sig 100% fram í leiknum og unnu saman sem ein heild. Þegar svo bæta menn alltaf upp fyrir það sem gengur ekki og var það svo á laugardaginn.
Í síðasta leik sínum mættu strákarnir jafnvel ennþá stemmdari gegn HK sem voru fyrir helgina ofar en okkar menn
í deildinni. KA-menn mættu með mikla leikgleði og stemmningu í leikinn og komust í 7-11. Þá kom slæmur kafli og allt í einu staðan
orðin 11-11. Þá tóku okkar menn upp þráðinn og skoruðu seinustu þrjú mörkin í hálfleiknum og 11-14 yfir í
hálfleik. Í seinni hálfleik settu okkar menn svo á svið sýningu og hreinlega völtuðu yfir heimamenn en KA-menn skoruðu hvorki fleiri né
færri en 24 mörk í 25 mínútna síðari hálfleik! Lokatölur voru 21-38 sigur gegn góðu handboltaliði.
KA styrkti vörnina í þessum leik og út frá því fékk liðið gríðar mörg mörk eftir hraðan leik. Þá var sóknin mjög góð einnig og gaman að sjá hve margir í liðinu eru að skila góðri frammistöðu en það skiptir engu hvaða staða er skoðuð - liðið fær mörk alls staðar frá.
Hugarfar drengjanna um helgina var framúrskarandi. Menn mættu einbeittir og tilbúnir að sigra andstæðinganna saman sem lið. Það skilaði sér svo um munaði og tveir frábærir sigrar í deild staðreynd. Þeir eru svo sannarlega á réttri braut og verða að halda svona áfram.
B-1
B-1 lék gegn Gróttu í fyrri leik sínum. Þeir léku vel til að byrja með og jafnt fyrstu mínúturnar.
Eftir rétt um 10 mínútna leik nær Grótta tökunum á vellinum og kemst fimm mörkum yfir. KA hins vegar minnkar muninn niður í 2 mörk
rétt fyrir hlé. Í seinni hálfleik vantaði hins vegar allan kraft og áræðni í flesta leikmenn KA og var farið illa með þá
en 29-21 Gróttusigur var staðreynd.
KA átti mikið inni í leiknum og munaði mikið um nokkrir leikmenn spiluðu ekki á eðlilegri getur í leiknum og ekki nema Friðrik og Finnur í raun sem sýndu sitt rétta andlit. Skyttur liðsins voru alltof ragar og skaut liðið um 10 sinnum í stöng í leiknum. Óheppni er hugsanlega hægt að segja en hæglega þó þegar svo er allan leikinn, en það vantaði einfaldlega bara upp á einbeitingu hjá strákunum til að spila betur í leiknum og því fóru þessi skot ekki inn.
Í seinni leiknum komu menn hins vegar mun betur stemmdir til leiks. Þeir voru jákvæðir og fundu loksins vörnina sína sem er
sterkasta vopn liðsins. HK-ingar skoruðu einungis 5 mörk í fyrri hálfleik gegn 9 mörkum okkar manna, og bjó vörnin til þá forystu sem
skilaði liðinu því sem það fékk í leiknum. Í seinni hálfleik voru yfirburðir KA miklir en þá fór sóknin mun
betur í gang auk þess sem KA náði góðum hraðaupphlaupum. Lokatölur urðu 12-26 sigur KA.
Strákarnir rifu sig upp í seinni leiknum og léku betur þar. Það verður samt að segjast að fyrri leikurinn er viss vonbrigði því KA getur betur en liðin sýndi þá. Sumir leikmenn virkuðu smeykir þar og ekki að þora að gera hlutina sem þeir vanalega gera og verður að laga það.
B-2
Drengirnir í B-2 höfðu unnið alla fimm leiki sína fyrir leikinn á móti Haukum á laugardag. Þar byrjaði KA ekki nægilega vel og lenti undir í leiknum. Liðið tók samt fljótlega við sér og oft að sýna flotta takta bæði í vörn og í sókn. Haukar leiddu 14-9. Í seinni hálfleik var KA svo lengi vel 3-4 mörkum á eftir Haukum og voru alltaf við það að komast að Haukunum en þá var liðið hreinlega flautað út úr leiknum trekk í trekk og Haukar komust jafn harðan í 5-6 marka forystu. Seinustu þrjár mínúturnar hættu KA-menn og fengu óþarfa mörk á sig og 30-22 tap staðreynd.
Þrátt fyrir 8 marka tap eiga strákarnir þónokkuð hrós skilið fyrir frammistöðu sína, fyrir utan
seinustu mínúturnar þó þar sem þeir voru hættir. Liðið var að spila vel lengi vel og margt gott í gangi. Liðið stimplaði
vel og vandaði sendingar mest megnis. Mörg góð mörk komu eftir fintur og margar glæsilegar línusendingar litu dagsins ljós. Þrátt fyrir
átta marka tap er þjálfarinn í raun nokkuð ánægður með strákana en þeim var hreinlega ekki gefið tækifæri á
að spila hörkuleik þennan daginn. Um næstu helgi koma Haukar svo í heimsókn á Akureyri og þá verður gaman að sjá hvernig fer en
úrslitin verða ekki svona, því er hægt að lofa og má búast við töluvert öðruvísi leik.
Á sunnudag spilaði KA við HK og sýndi klassa spilamennsku þar. Sóknin bætist og bætist hjá liðinu og alltaf fleiri og fleiri leikmenn sem skila góðum frammistöðu þar. Boltinn gengur betur milli manna en áður og fjölmörg mörk eftir góða samvinnu sáust í leiknum. Til að gera langa sögu stutta þá vann KA 14-32 eftir að hafa leitt 9-15 í hálfleik.
Strákarnir eiga hrós skilið fyrir frammistöðu sína mest megnis um helgina. Þeir eru með sex sigra í sjö leikjum núna og um næstu helgi fá þeir kærkomið tækifæri til að hefna fyrir tapið gegn Haukum.