15.04.2009
A-lið 4. flokks lék gegn Haukum í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í gær. Leikurinn fór fram á Ásvöllum en liðin
höfðu endað jöfn að stigum í deildinni. Haukar höfðu hins vegar innbyrðis viðureignirnar á KA. Það er skemmst frá
því að segja að Haukar unnu sanngjarnan sigur 34-30 eftir að hafa verið 18-14 yfir í hálfleik. KA er því úr leik í
A-liðum.
Haukar náðu strax góðum tökum á leiknum og komust 17-11 yfir seint í fyrri hálfleik. KA menn voru með spennustig sitt stillt alltof hátt,
þeir voru að gera mikið af óþarfa mistökum og misstu því heimamenn langt frá sér. Í síðari hálfleik minnkaði KA
snemma leikinn í 18-16 og virtust vera að ná tökum á leik sínum. Náðu þá Haukar aftur stjórn á leiknum og KA menn nokkuð
frá sínum besta leik áfram. Strákarnir reyndu þó hvað þeir gátu til að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan 34-30
sigur heimamanna.
Okkar menn mættu of æstir í leikinn og ætluðu líklegast að sanna sig um of. Það skilaði sér í því að þeir
náðu í raun aldrei að spila sinn venjulega leik og fer þessi leikur svo sannarlega í reynslubankann hvað það varðar.
KA lék slaka vörn í þessum leik og gerði það þeim afar erfitt fyrir. Varnarleikurinn hefur oft í vetur verið akkileserhæll liðsins og
fór nú alveg með það. Það hefur sýnt sig að þegar strákarnir ná að einbeita sér í það að spila
vörn þá hefur liðið alltaf náð góðum úrslitum. Því miður var það of sjaldan í vetur sem liðið
spilað góða vörn. Það er eitthvað sem strákarnir verða að laga í framtíðinni og læra af því sóknarleikur
einn og sér mun aldrei koma manni nógu langt.
Strákarnir eru því úr leik en mega þó una vel við veturinn að mörgu leyti . Mörgum leikmönnum hefur farið mikið fram og
leikmenn vaxið mikið í vetur sem handboltamenn. Liðið lék betur og betur eftir því sem á leið veturinn fyrir utan eina slaka suðurferð um
miðjan mars sem reyndist afar kostnaðarsöm þegar upp var staðið. Lagðir voru fyrir hópinn algjörlega nýir hlutir og nýjar áherslur
í byrjun vetrar. Margt að því hefur gengið eftir og gaman að sjá hve einbeittir menn voru í að reyna að tileinka sér það.
Þeir voru áhugasamir og lögðu sig fram við það og er það fyrir öllu.
Þrátt fyrir að tímabilið sé búið mun vinna þeirra í vetur klárlega nýtast þeim síðar meir. Þetta eru
drengir sem alltaf hafa lagt hart af sér og leitt að þeir kæmust ekki lengra í ár. Þeir verða að læra mikið af þessum leik og
þessum vetri, því þegar liðið lék sinn leik þá stöðvaði þá ekkert. Þeirra er framtíðin haldi
þeir áfram á fullum krafi, það er morgunljóst.