4. flokkur karla: A-liðið leikur í úrslitakeppni á miðvikudag

Á morgun, miðvikudag, mætir A-lið 4. flokks Gróttu í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins. Leikurinn verður í KA-Heimilinu klukkan 18:30 og er fólk eindregið hvatt til þess að mæta. Strákarnir urðu fyrir stuttu deildarmeistarar og er núna komið að úrslitakeppninni.