Framarar byrjuðu leikinn mun betur og komust í 4-0 og 8-2. KA-menn voru yfirspenntir í byrjun og lengi að ná tökum á sinni spilamennsku. Það kom svo á kafla í fyrri hálfleik þar sem KA minnkaði muninn í 9-7. Þá missa KA menn tvo leikmenn útaf og Fram skorar seinustu þrjú mörk hálfleiksins og staðan 12-7 í hálfleik.
Fram byrjar betur í seinni hálfleik og misstu KA-menn strax móðinn við það. Fram jók við
muninn og unnu að lokum stóran sigur 25-13. Lokatölurnar gefa alls ekki rétta mynd af getu liðanna í sportinu en Framarar hittu á mun betra spennustig og voru
mun afslappaðri allan leikinn. Þeir eru með gott lið og slógu KA útaf laginu í byrjun en alls ekki þetta mikið betri en KA.
Þrátt fyrir stórt tap geta KA drengir vel við unað en hafa ber í huga að einungis tvö lið komust í það að spila úrslitaleik á Íslandsmóti, og það eitt og sér að komast þangað alltaf mikið afrek. Drengirnir munu læra af þessum leik og eflaust koma tvíefldir til baka. Þeir hafa verið að taka miklum framförum í vetur og segir leikur þeirra í undanúrslitum alla söguna.
Liðið er eingöngu skipað leikmönnum fæddum 1993 eða á yngra ári en hafa ber þó
í huga að fjórir í þeim aldursflokki eru að leika með A-liði flokksins. Það hefur þýtt það að aðrir leikmenn hafa
fengið mun stærra hlutverk en undanfarin ár og tekið því afar vel. Leikmenn hafa margir hverjir þroskast mikið og lært mikið af þessum
vetri. Framan af var vandamál með að fá fleiri leikmenn til að taka ábyrgð og taka af skarið en eftir því sem á leið hefur sá
þáttur alltaf orðið betri og betri. Það er því mjög margt sem þeir geta verið afar stoltir af í vetur.