4. flokkur karla: B-liðið í undanúrslit

B-lið 4. flokks karla vann í dag HK sannfærandi í 8-liða úrslitum Íslandsmótins. KA byrjaði leikinn afar vel og komst í 7-2. Leikur KA datt aðeins niður eftir það og staðan í hálfleik var svo 9-6. Í seinni hálfleik voru strákarnir mikið sterkari og komust mest 10 mörkum yfir. Lokatölur urðu svo 23-15 sigur.

KA er því komið í undanúrslit og halda suður á morgun. Þar mæta þeir Gróttu en ljóst er að þeir eiga allan séns um helgina. KA hefur leikið misjafnlega í vetur, stundum sýnt frábæra takta en dottið aðeins niður þess á milli.

Ljóst er að um helgina ráða strákarnir alfarið hvað mun gerast. Ef þeir spila vörn og ná upp stemmningu þá munu þeir gera frábæra hluti. Þetta stendur og fellur í raun með hvað þeir nenna að gera um helgina.

Leikurinn gegn Gróttu er klukkan 13:00 í Austurbergi á laugardag.