4. flokkur karla: B liðið leikur til úrslita á sunnudag

Þær ánægjulegu fréttir voru að berast að B lið 4. flokks karla sigraði Gróttu í undanúrslítaleik Íslandsmótsins núna rétt í þessu 20-14 eftir að hafa verið yfir 11-8 í hálfleik. Strákarnir munu því leika til úrslita á morgun um Íslandsmeistaratitilinn en andstæðingur þeirra verða Frammarar. Úrslitaleikurinn verður klukkan 14:30 í Austurbergi. Þetta er frábært hjá strákunum og gaman ef þeim tekst að bæta árangur A liðsins sem einnig lék til úrslita í sínum flokki um síðustu helgi en hafnaði þá í öðru sæti.