4. flokkur karla: B liðið með leik á fimmtudag

B-lið 4. flokks karla á leik í 8 liða úrslitum á morgun, fimmtudag. Þá mæta strákarnir HK í KA heimilinu og hefst leikurinn klukkan 15:00. Ef KA nær að sigra farar strákarnir suður strax um helgina í undanúrslit og síðan í úrslitaleikinn eða þá í leik um þriðja sæti.