4. flokkur karla: Enn sigur hjá B-2

B-2 mætti Víkingi fyrr í dag í leik á Íslandsmótinu í 4. flokk. Strákarnir áttu fínan dag og unnu öruggan sigur 23-14 eftir að hafa leitt 12-7 í hálfleik. Liðið sýndi oft flotta takta í dag en strákarnir eru nú búnir að leika fjóra leiki í deildinni og vinna þá alla.

Leikurinn var jafn fyrstu mínúturnar og en í stöðunni 4-4 tók KA algjöra stjórn á leiknum og komst 12-4 yfir. Víkingur var svo sterkari seinustu mínúturnar í fyrri hálfleik og staðan 12-7 í hálfleik. KA var svo áfram öflugra liðið í síðari hálfleik og náðu mest 10 marka mun í leiknum. Lokatölur urðu svo eins og áður sagði 23-14.

Vörn KA var öflug á köflum í dag en þegar hún datt inn í fyrri hálfleik þá hreinlega kláraði KA hreinlega leikinn. Hjalti Björnsson var góður bak við hana og varði mjög vel í dag. Margir leikmenn KA í sókninni áttu flottan leik í dag og ánægjulegt er hve sífellt fleiri koma sterkir þar inn.