4. flokkur karla: KA – Þór í undanúrslitum á laugardag

Um helgina fara strákarnir í A-liði 4. flokks suður að leika á úrslitahelgi yngri flokka. Á laugardag leika þeir í undanúrslitum gegn nágrönnum sínum í Þór. Leikurinn fer fram í Strandgötu í Hafnarfirði klukkan 14:00 og er fólk á höfuðborgarsvæðinu eindregið hvatt til þess að mæta og sjá hörkuleik. Nái strákarnir að sigra þann leik munu þeir spila um gullið á Íslandsmótinu á sunnudag.