4. flokkur karla: KA strákar í úrslitaleikinn

KA strákarnir í 4. flokki A-liða sigruðu í dag Þór í undanúrslitum Íslandsmótsins 27-22 og eru þar með komnir í úrslitaleikinn sem verður leikinn á morgun, sunnudag klukkan 12:30 í Strandgötunni í Hafnarfirði. Nokkur taugaspenna var í mönnum í upphafi leiks og jafnræði með liðunum upp í stöðuna 10-9 en þá tóku KA strákarnir við sér og leiddu 15-11 í hálfleik.  Í síðari hálfleik var svo aldrei spurning hvernig leikurinn færi og náðu KA strákar mest níu marka forystu en slökuðu síðan á í lokin og unnu góðan fimm marka sigur 27-22 eins og áður segir.

Úrslitaleikurinn er svo gegn FH klukkan 12:30 á morgun og sendum við strákunum baráttukveðjur í leikinn.