20.04.2008
Nú er rétt nýlokið æsispennandi úrslitaleik um Íslandsmeistaratign A liða í 4. flokki karla. KA strákar léku
úrslitaleikinn gegn FH og fór leikurinn fram í Hafnarfirði fyrir fullu húsi heimamanna. Jafnt var á öllum tölum í fyrri hálfleik
en KA ávallt með frumkvæði og hafði eins marks forystu í hálfleik 12-11. Sama spenna hélst í síðari hálfleik en svo fór
að FH hafði eins marks sigur 22-21 en KA strákar áttu síðustu sóknina í leiknum en náðu ekki að jafna metin.
Að vonum eru strákarnir svekktir enda voru þeir svo nálægt því að krækja í titilinn, en þess ber að geta að árangur
þeirra í vetur er búinn að vera frábær og þeir eru deildarmeistarar.