23.02.2009
A-lið 4. flokks lék í undanúrslitum bikars í gær gegn Stjörnunni. Eftir að hafa verið yfir 9-11 í hálfleik og eftir mikinn spennuleik
vann Stjarnan 22-21 og bikardraumurinn því úti hjá okkar mönnum. B-2 lið 4. flokks fór á Húsavík og var þar um annan
hörkuleik að ræða. KA var yfir lengst af en í lokinn voru Völsungar sterkari og unnu 17-16.
A-lið 4. flokks mætti Stjörnunni í Mýrinni í gær. Þar var um að ræða mjög kaflaskiptan leik. KA-menn byrjuðu mun betur og
með sterkri vörn komust þeir í 1-5. Þeir leiða svo 7-11 þegar skammt var til hálfleiks. Með óöguðum sóknarleik KA-manna komst
Stjarnan nær KA seinustu mínútur hálfleiksins og 9-11 í hálfleik.
KA stjórnaði í raun algjörlega leiknum í fyrri hálfleik og hefðu oft getað komist meira en fjórum mörkum yfir. Í síðari
hálfleik var leikurinn allt öðruvísi. Stjarnan þétti vörn sína mikið og KA hafði engin svör gegn því framan af. Allt í
einu var Stjarnan 16-12 yfir eða 9-1 kafli hjá þeim. KA-menn lögðu þó ekki árar í bát og héldu áfram. Þeir vildu ekki
játa sig sigraða. Með mikilli baráttu ná okkar menn að jafna í 20-20 og aftur í 21-21. Í þeirri stöðu áttu okkar menn
möguleika á að komast yfir en það tókst ekki og fer Stjarnan upp skorar 21-22. KA náði ekki að jafna á seinustu sekúndunum og Sjarnan
því í bikarúrslit.
Það sem varð KA að falli í þessum leik er þessi afleiti kafli í lok fyrri hálfleiks og í byrjun þess síðari þar sem
Stjarnan skorar 9 mörk gegn einungis 1 marki KA. Það er ekki hægt í svona leik. Um leið og Stjarnan fór að láta KA hafa meira fyrir sínum
mörkum og um leið og læti kom í íþróttahúsið þá virtust KA menn brotna. Þeir fögnuðu ekki árskorunni að
hafa fullt íþróttahús á móti sér og voru alltof lengi að ná áttum á þeim tíma og virkuðu smeykir lengi
vel.
Okkar menn komast því ekki í bikarúrslitaleikinn. Tvær stærstu keppnir vetrarins eru hins vegar enn eftir og verða KA-menn að einbeita sér að
þeim núna. Það sem skiptir mestu máli er enn eftir og eru okkar menn í góðri stöðu að gera góða hluti þar. Þeir
verða þó að læra mikið af þessum leik en þetta eiga að vera skemmtilegustu leikirnir fyrir íþróttamenn að spila, allt undir og
mikil læti.
B-2 fór á Húsavík og áttu strákarnir góðan leik lengst af. Völsungur byrjaði leikinn hins vegar betur og komast í 4-1. Okkar menn
voru ekki lengi að snúa því við og jöfnuðu í 4-4. Staðan í hálfleik var svo 6-8 fyrir okkar mönnum. Okkar menn höfðu
þá verið að leika gríðarlega sterka vörn og fengið góða markvörslu.
Í síðari hálfleik var KA yfir lengst af en Völsungur aldrei langt frá þeim. Undir lokin vantaði svo að okkar menn væru tilbúnir að
taka af skarið og komst Völsungur yfir í eitt skipti í síðari hálfleiknum eða þegar þeir skoruðu síðasta mark leiksins og unnu
heimamenn 17-16 sigur.
Það er leiðinlegt að vinna þennan leik ekki því KA var betra og yfir nær allan leikinn. Strákarnir spiluðu mjög góða vörn og
börðust þar frábærlega. Tveir leikmenn Völsungs skoruðu öll mörk þeirra liðs og mörg hver úr hraðaupphlaupum eftir að KA
hafi misst boltann en þegar KA náði að stilla vörninni upp þá áttu heimamenn fá svör. Það sem kannski háði liðinu
mest í lokin að það var eins og allir væru að bíða eftir að næsti maður myndi skjóta á markið og var eins og það
vantaði að menn væru tilbúnir að klára leikinn sjálfir.