Strákarnir í 4. flokki stóðu í ströngu á laugardaginn og léku alls fjóra leiki, en KA er með þrjú lið í Íslandsmóti 4. flokks.
A liðið spilaði við FH í Höllinni en FH liðið er efst í 1. deildinni. KA strákarnir lentu undir í fyrri hálfleik en FH leiddi með fimm mörkum í hálfleik, 12-17. KA strákarnir bitu frá sér í seinni hálfleik en svo fór að lokum að FH sigraði með eins marks mun, 27-28. KA liðið situr í 5. sæti fyrstu deildar eftir leikinn.
Í 1. deild B liða lék KA-B1 tvo leiki, fyrst gegn FH1 og sigraði FH 27-32 eftir að hafa leitt 14-15 í hálfleik. Seinna um daginn léku sömu strákar gegn FH2 og þar sigraði KA örugglega 25-19 eftir að hafa verið undir í hálfeik 10-13.
Að lokum mættust KA B2 og KR í 2. deild B liða og þar fór KA liðið með stórsigur, 28-14 eftir að hafa leitt 15-3 í hálfleik.
Þórir Tryggvason sendi okkur meðfylgjandi myndir frá leik KA B1 og FH.