4. flokkur karla spilar um helgina

Öll þrjú lið 4. flokks karla leika um helgina í KA-Heimilinu. A og B-1 fá FH í heimsókn. B-2 leikur gegn Aftureldingu. Ljóst er að um hörkuleiki er að ræða. Núna er lokaspretturinn á tímabilinu að fara að stað og einungis tæpir tveir mánuðir eftir. Strákarnir hafa lagt mikið á sig til þessa og verið að ná góðum úrslitum. Mjög mikilvægt er að byrja lokatörnina á fullu og koma sér í góð sæti fyrir úrslitakeppnina en bæði A og B1 eiga möguleika á deildarmeistaratitlum. Hvetjum alla til að mæta á leikina.

Laugardagur:
11:30: KA - FH (A-lið)
12:30: KA1 - FH (B-lið)

Sunnudagur:
11:00: KA2 - Afturelding (B-lið)