17.04.2008
A lið 4. flokks kvenna á erfiðan leik við HK í Digranesinu í dag (fimmtudag) HK stelpurnar hömpuðu á dögunum deildarmeistaratitlinum og fyrr
í vetur urðu þær bikarmeistarar. Það er því á brattann að sækja fyrir KA stelpurnar í þessum leik en ef að stelpurnar
sýna þann vilja og þá einbeitingu sem þær sýndu á móti Val í síðasta leik þá eiga þær
möguleika á að fara lengra í þessari keppni.
Eins og oft hefur sannast, þá slær KA hjartað hvað harðast þegar á reynir.
Leikurinn hefst klukkan 16:00 og er í Digranesi.
Stefán Guðnason