4. flokkur kvenna: Öruggur sigur á Víkingum

4. flokkur kvenna vann í dag öruggan sigur á Víkingum. Það er ekki hægt að segja að leikurinn hafi verið mikið fyrir augað en stelpurnar gerðu það sem þurfti til að klára leikinn og unnu að lokum 12 marka sigur 24-12.

Vörn KA var langt frá sínu besta í leiknum en þeim til varnar var leikurinn hálf furðulegur heilt yfir og óhætt að segja að hann hafi ekki alveg verið eftir bókinni. Víkings stúlkur lokuðu vel á KolbrúnuEinarsdóttir en það kom þó ekki að sök þar sem Þrúður Starradóttir kom af bekknum um miðjan fyrri hálfleik og hleypti miklu lífi í sóknarleik KA stúlkna annan leikinn í röð ásamt því að Aldís Mánadóttir tók af skarið þegar þurfti.
Það jákvæða við leikinn var að markaskorunin dreifðist vel yfir hópinnog stelpurnar léku ágætlega þrátt fyrir erfiðar aðstæður.

Markahæstar í liði KA voru Aldís Mánadóttir með 7 mörk og Þrúður Starradóttir með 6.

Næsti heimaleikur A liðsins er gegn ÍR þann 22. mars en ÍR og KA eru íharðri baráttu um efsta sætið í deildinni.