4. flokkur kvenna B: Erfitt gegn Fylki

B liðið spilaði gegn liði Fylkis sem situr í efsta sæti deildarinnar. 
B liðið er að stórum hluta skipað leikmönnum úr 5. flokk og því ljóst að um erfiðan leik var að ræða.
Stelpurnar létu þó finna vel fyrir sér og létu Fylki þurfa að berjast fyrir hlutunum. Þrátt fyrir að hafa tapað leiknum með sex mörkum, 14-8 var allt annað að sjá til þeirra í þessum leik miðað við leikinn gegn Haukum.

 Stelpurnar voru ákveðnar í vörninni og börðust eins og ljón í vörninni. Lára Einarsdóttir ung og stórefnileg stúlka úr 5. flokk skoraði 6 af 8 mörkum KA stúlkna og barðist vel í vörninni.

Þrátt fyrir að fá stig séu að tínast í sarpinn hjá þeim þessar vikurnar eiga þær ekki að örvænta. Margar eru ennþá að læra handbolta og vantar undirstöðuatriðin. Hópurinn er engu að síður virkilega flottur og mun án alls efa bara bæta sig á komandi mánuðum.