Öll þrjú lið 4. flokks karla leika um helgina í KA-Heimilinu. Í A-liðum kemur Stjarnan í heimsókn en Stjarnan er á toppi deildarinnar
nokkuð á undan öðrum liðum. Ljóst er að til að okkar menn eigi möguleika á að berjast við þá á toppnum þá
þarf KA sigur í leiknum. B-liðin bæði eru einnig í toppbaráttu í sínum deildum. B-2 leikur einnig við Stjörnuna sem er sæti
neðar en þeir og B-1 spilar við Þrótt. Fólk er eindregið hvatt til að mæta á leikina.
Laugardagur:
18:00: KA - Stjarnan (A-lið)
Sunnudagur:
10:00: KA2 - Stjarnan (B-lið)
11:00: KA1 - Þróttur (B-lið)