4 í U-17 landsliði karla

Núna á dögunum var valinn landsliðshópur U-17 í handbolta en sá hópur mun æfa um helgina. Alls voru fjórir KA-menn valdir í hópinn. Það eru þeir Ásgeir Jóhann Kristinsson (skytta), Guðmundur Hólmar Helgason (skytta og miðjumaður), Gunnar Bjarki Ólafsson (markvörður) og Sigþór Árni Heimisson (horna- og miðjumaður).

Þetta er glæsilegt afrek fyrir drengina að vera valdir í þennan hóp en þessir fjórir hafa verið í hverjum einasta hóp síðan fyrst var farið að velja landsliðshópa fyrir þennan árgang. Við óskum þeim innilega til hamingju með valið en athygli vekur þó að ekki séu fleiri frá KA í þessum hóp því að auki þessum eru svo sannarlega einstaklingar sem eiga heima þarna