5. flokkur karla keppnisferð janúar 2011 - myndir

5. flokkur KA í handbolta fór í sína 3. keppnisferð í vetur 14. janúar s.l. að þessu sinni var ferðinni heitið í Kaplakrikann til FH, ferðin hófst á föstudaginn í KA heimilinu þar sem hópurinn safnaðist saman og horfði á leik Íslands og Ungverja í HM, þaðan var svo lagt af stað til Reykjavíkur með bros á vör og voru 6. flokkur stelpna og 6. flokkur stráka yngra ár með í för, það var því sneisafull rúta af hressum krökkum. 

Fengum okkur að borða í Staðarskála á leiðinni suður og svo gist að venju í gistiheimilinu BB-44 í Kópavogi. Við gátum tekið því rólega á laugardagsmorgunnin þar sem fyrsti leikur var ekki fyrr en 12:40, eftir morgunmatinn var farið með hópinn í gönguferð um Kópavoginn á meðan Halldór eldaði hakk og spaghetti til að borða í hádeginu, genginn var góður hringur og meðal annars komið við á planinu við Kópavogskirkju þar sem útsýni er frábært, þá tóku sig til nokkrir drengir og vildu athuga hvort kirkjan væri ekki opin sem og hún var og fóru þeir því innfyrir  nema hvað að allt þjófavarnarkerfið fór strax í gang með miklum látum og urðu þeir heldur betur skelkaðir, við þurftum svo að bíða í dágóða stund þar til securitas mætti á staðinn og við gátum gefið skýringar á þessu.

KA var með tvö lið, KA1 spilar í 2. deild og byrjuðu að spila klukkan 12:40, þeir spiluðu fimm leiki, unnu 3, 1 jafntefli og 1 tap og voru þetta miklir háspennuleikir allir nema tapleikurinn sem var aldrei spennandi enda strákarnir orðnir mjög þreyttir. Liðið var sterkt heilt yfir og átti fína leiki það á að vera öruggt að þeir séu þar með komnir í 1. deild sem er frábær árangur.

KA2 spiluðu í 3. deild A og byrjuðu að spila klukkan 14:20, þeir spiluðu 4 leiki, unnu 1 leik, 1 jafntefli og 2 töp, Þeir voru einnig að standa sig vel, áttu mjög góða spretti en þegar þetta er skrifað er ekki alveg klárt hvar þeir enduðu, úrslit fara vonandi að koma inná vefinn hjá HSÍ, þar er hægt að sjá úrslit undir mótamál. Eftir góða sturtu drifu menn sig í rútuna og lagt af stað heim á leið um klukkan 19:00, borðað í Borgarnesi og komið heim um klukkan eitt um nóttina, allir þreyttir en sáttir, þess má geta að stelpurnar í 6. flokki komu með okkur heim í rútunni og höfðu meðferðis gull um hálsinn.

Jón Árelíus Þorvaldsson og Sævar Helgason sendu okkur þennan pistil og myndir.

Hér er hægt að skoða allar myndirnar frá ferðinni.