5. flokkur vann Sleggjumótið

Handbolti
5. flokkur vann Sleggjumótið
Strákarnir ansi sáttir með bikarinn um helgina

Eldra ár 5. flokks KA í handbolta stóð sig frábærlega um helgina þegar strákarnir unnu sigur á Sleggjumótinu í Mosfellsbæ en það er eitt af fimm mótum Íslandsmótsins. Ekki nóg með að vinna mótið þá töpuðu strákarnir ekki leik og sýndu virkilega góða takta.

Strákarnir hafa sýnt frábærar framfarir í vetur en þeir hófu leik í 2. deild í vetur og hafa bætt leik sinn mikið er liðið hefur á veturinn. Þeir tryggðu sér sæti í efstu deild á öðru móti vetrarins, enduðu í 2. sæti í efstu deild jafnir efsta liðinu að stigum á þriðja mótinu og stóðu nú uppi sem sigurvegarar í efstu deildinni.

Nú er eitt mót eftir af vetrinum en það fer fram 10.-12. maí og verður leikið í Kópavogi. Það verður virkilega gaman að sjá áfram til strákanna og ljóst að þarna eru efnilegir kappar á ferð. Þjálfari þeirra er Stefán Árnason


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is