Um síðustu helgi fóru 5 stúlkur frá KA á landsliðsæfingar í Reykjavík. Þar var æft 3-4 sinnum með tveimur landsliðum.
Kolbrún Gígja Einarsdóttir og Sunnefa Níelsdóttir æfðu með landsliði U-17 ára og Arna Valgerður Erlingsdóttir, Emma Sardarsdóttir og Unnur Ómarsdóttir æfðu með landsliði U-19 ára. Það er frábært að svo stór hópur eigi erindi á þessar æfingar og sýnir vel gróskuna í kvennaboltanum.