6. flokkur karla gekk vel um helgina

6 fl. karla, eldra ár, var að keppa í Reykjavík um síðustu helgi og KA 1 vann 2. deild með glæsibrag unnu alla sína leiki og keppa í efstu deild á næsta móti. KA 2 unnu alla sína leiki nema einn og voru í 2. sæti í sinni deild. Hannes Pétursson sendi síðunni mynd af gulldrengjunum. Heimasíðan óskar strákunum til hamingju með þennan árangur!