6. flokkur kvenna hélt skemmtilegt lokahóf

Handbolti
6. flokkur kvenna hélt skemmtilegt lokahóf
Gleðin var við völd hjá stelpunum!

Stelpurnar í 6. flokki kvenna lokuðu skemmtilegum handboltavetri með lokahófi í Kjarnaskógi á föstudaginn. Arna Valgerður Erlingsdóttir þjálfari stóð fyrir flottri dagskrá til að kóróna veturinn enda ýmislegt sem hægt er að bralla í skóginum.


Smelltu á myndina til að skoða fleiri myndir frá lokahófi stelpnanna

Eftir helgina hefjast sumaræfingar hjá stelpunum sem standa út júní. Í kjölfarið kemur sumarfrí til að hlaða batteríin fyrir komandi átök á næsta vetri.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is